Jón Daði Böðvarsson, var í byrjunarliði Millwall og gaf stoðsendingu í 4-1 sigri liðsins gegn Sheffield Wednesday í ensku B-deildinni í dag.
Sheffield komst yfir í leiknum með marki frá Callum Paterson á 10. mínútu.
Á 39. mínútu jafnaði Kenneth Zohore metin fyrir Millwall og stóðu leikar í hálfleik því 1-1.
Scott Maloney kom Millwall yfir með marki á 68. mínútu og aðeins einni mínútu síðar skoraði Ben Thompson þriðja mark Millwall í leiknum eftir stoðsendingu frá Jóni Degi.
Það var síðan Tom Bradshaw sem innsiglaði 4-1 sigur Millwall með marki á 90. mínútu eftir stoðsendingu frá Mahlon Romeo.
Millwall er eftir leikinn í 13. sæti ensku b-deildarinnar með 35 stig eftir 28 leiki.
Millwall 4 – 1 Sheffield Wednesday
0-1 Callum Paterson (’10)
1-1 Kenneth Zohore (’39, víti)
2-1 Scott Malone (’68)
3-1 Ben Thompson (’69)
4-1 Tom Bradshaw (’90)