fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Jóhann Berg bjargaði stigi fyrir Burnley – Newcastle vann Southampton í markaleik

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 16:58

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum lauk núna seinnipartinn í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar Burnley og Brighton gerðu 1-1 jafntefli og Newcastle hafði betur gegn Southampton í markaleik.

Á Turf Moor tók Burnley á móti Brighton. Lewis Dunk, fyrirliði Brighton kom liðinu yfir með marki á 36. mínútu eftir stoðsendingu frá Pascal Gross. Þannig stóðu leikar þar til á 53. mínútu þegar að Jóhann Berg Guðmundsson, jafnaði leikinn fyrir Burnley með sínu fyrsta marki á tímabilinu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og sættust liðin því á jafnan hlut. Burnley er eftir leikinn í 17. sæti deildarinnar með 23 stig. Brighton er í 15. sæti með 25 stig.

Á St. James’ Park tóku heimamenn í Newcastle á móti Southampton í markaleik. Joseph Willock kom Newcastle yfir með marki á 16. mínútu, þetta var fyrsti leikur Willock fyrir Newcastle en hann er á láni hjá félaginu frá Arsenal.

Á 26. mínútu tvöfaldaði Miguel Almirón, forystu Newcastle með marki eftir stoðsendingu frá Allan Saint Maximin. Takumi Minamino, lánsmaður hjá Southampton frá Liverpool, minnkaði muninn fyrir gestina með marki á 30. mínútu og staðan því orðin 2-1 fyrir Newcastle.

Almiron skoraði sitt annað mark í leiknum er hann kom Newcastle í stöðuna 3-1 með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

James Ward-Prowse minnkaði muninn fyrir Southampton með marki á 48. mínútu og tveimur mínútum síðar fékk Jeff Hendrick, leikmaður Newcastle að líta sitt annað gula spjald í leiknum og Newcastle þurfti því að spila einum manni færri út leikinn.

Það kom þó ekki að sök, tíu leikmenn Newcastle náðu að halda í forystuna og leikurinn endaði með 3-2 sigri heimamanna. Sigurinn kemur Newcastle upp í 16. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 25 stig. Southampton er í 12. sæti með 29 stig.

Burnley 1 – 1 Brighton 
0-1 Lewis Dunk (’36)
1-1 Jóhann Berg Guðmundsson (’53)

Newcastle 3 – 2 Southampton 
1-0 Joe Willock (’16)
2-0 Miguel Almirón (’26)
2-1 Takumi Minamino (’30)
3-1 Miguel Almirón (’45+4)
3-2 James Ward-Prowse (’48)
Rautt spjald: Jeff Hendrick, Newcastle United (’50)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina
433Sport
Í gær

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023
433Sport
Í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær