Guðlaugur Victor Pálsson, var í byrjunarliði Darmstadt 98 og spilaði allan leikinn í 2-1 tapi gegn Nurnberg í þýsku B-deildinni í dag.
Nurnberg komst yfir á 76. mínútu með marki frá Fabian Schleusener.
Á 90. mínútu fékk Darmstadt vítaspyrnu. Fabian Holland tók spyrnuna og jafnaði metin fyrir liðið.
Allt virtist stefna í 1-1 jafntefli en á þriðju mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma varð Nicolai Rapp, leikmaður Darmstadt fyrir því óláni að skora sjálfsmark og endaði leikurinn því með 2-1 sigri Nurnberg.
Darmstadt er eftir leikinn í 13. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 20 leiki. Nurnberg er í 12. sæti með 23 stig.
Darmstadt 98 1 – 2 Nurnberg
0-1 Fabian Schleusener (’76)
1-1 Fabian Holland (’90)
1-2 Nicolai Rapp (90+3, sjálfsmark)