Manchester United tók á móti Everton í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Leikurinn var fjörugur og endaði með 3-3 jafntefli en leikið var á heimavelli Manchester United, Old Trafford.
Gylfi Þór Sigurðsson var á meðal varamanna Everton en kom inn á 69. mínútu.
Edinson Cavani kom Manchester United yfir með marki á 24. mínútu eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford.
Á 45. mínútu tvöfaldaði Bruno Fernandes, forystu United með marki eftir stoðsendingu frá Aaron Wan-Bissaka, áður en dómari leiksins flautaði til hálfleiks.
Leikmenn Everton neituðu að gefast upp þrátt fyrir að vera tveimur mörkum undir. Á 49. mínútu, minnkaði Aboulaye Doucouré, metin fyrir Everton.
Á 52. mínútu jafnaði síðan James Rodriguez metin fyrir gestina með marki eftir stoðsendingu frá 52. mínútu.
Það var hins vegar miðjumaðurinn Scott McTominay sem kom Manchester United aftur yfir í leiknum með marki á 70. mínútu eftir stoðsendingu frá Luke Shaw og staðan því orðin 3-2.
Á síðustu mínútu uppbótartíma venjulegs leiktíma jafnaði Dominic Calvert Lewin metin fyrir Everton og tryggði þeim 1 stig.
Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum, niðurstaðan 3-3 jafntefli. Manchester United er eftir leikinn í 2. sæti deildarinnar með 45 stig. Everton er í 6. sæti deildarinnar með 37 stig.
Manchester United 3 – 3 Everton
1-0 Edinson Cavani (’24)
2-0 Bruno Fernandes (’45)
2-1 Abdoulaye Doucoure (’49)
2-2 James Rodriguez (’52)
3-2 Scott McTominay (’70)
3-3 Dominic Calvert Lewin (’90+5)