fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Covid-19 faraldurinn þess valdandi að Sancho er fáanlegur á lægra verði – Manchester United og Chelsea hafa áhuga

Aron Guðmundsson
Laugardaginn 6. febrúar 2021 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Borussia Dortmund, virðast smátt og smátt vera farnir að sætta sig við þá staðreynd að Englendingurinn Jadon Sancho muni yfirgefa félagið næsta sumar. Leikmaðurinn fór ekki frá félaginu fyrir tímabilið þrátt fyrir mikinn áhuga Manchester United.

Dortmund krafðist á þeim tíma rúmlega 108 milljóna punda fyrir leikmanninn.

Covid-19 heimsfaraldurinn hefur hins vegar sett strik í reikninginn fyrir knattspyrnufélög og versnandi fjárhagsstaða félaga á borð við Dortmund hefur valdið því að það sættir sig nú við að fá rúmlega 88 milljónir punda fyrir Sancho.

Fjárhagsáætlanir þýska liðsins gera ráð fyrir tapi upp á rúmlega 65 milljónir punda á þessu ári en tapið gæti orðið mun meira takist liðinu ekki að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Liðið er sem stendur í 6. sæti þýsku deildarinnar.

Jadon Sancho er 20 ára gamall kantmaður. Hann hefur spilað 124 leiki fyrir Dortmund, skorað 42 mörk og gefið 57 stoðsendingar. Heimildir Sport 1 herma að Manchester United og Chelsea séu á meðal félaga sem vilja fá leikmanninn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings

Áfall fyrir Róbert Orra – Meiddist eftir sex mínútur í fyrsta leik og missir af Evrópuævintýri Víkings
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist

Einar Karl heim í FH – Hafði rætt við fjölda félaga áður en þetta kláraðist
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina
433Sport
Í gær

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023

Sævar blandar sér í umræðuna um skatta og gjöld íþrótta – Bendir á þá rosalegu upphæð sem greidd var í laun árið 2023
433Sport
Í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær

Þarf að taka sér pásu eftir að hafa greinst með krabbamein í gær