Aron Bjarnason er genginn til liðs við sænska félagið IK Sirius sem leikur í sænsku úrvalsdeildinni. Aron gerir samning við liðið til ársins 2025.
Aron gengur til liðs við Sirius frá ungverska liðinu Ujpest sem hann gekk til liðs við frá Breiðablik árið 2019. Aron var á láni frá Ujpest hjá Val á síðasta tímabili.
Sirius endaði í tíunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Välkommen till Sirius, Aron Bjarnason! 🔵⚫ pic.twitter.com/IhlBmzYxpI
— IK Sirius Fotboll (@siriusfotboll) February 6, 2021