Albert Guðmundsson, var í byrjunarliði AZ Alkmaar og gaf stoðsendingu í 1-0 sigri liðsins gegn FC Emmen í hollensku úrvalsdeildinni í dag. Leikið var á heimavelli FC Emmen, De Oude Meerdijk.
Eina mark leiksins kom á 71. mínútu. Það skoraði Yukinari Sugawara eftir stoðsendingu frá Alberti.
Sigur AZ Alkmaar lyfir liðinu upp í 4. sæti deildarinnar þar sem liðið er með 40 stig eftir 21 leik.
FC Emmen 0 – 1 AZ Alkmaar
0-1 Yukinari Sugawara (’71)