Það var þungt yfir Jose Mourinho, stjóra Tottenham eftir tap gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tottenham virðist í frjálsu falli undir stjórn Mourinho.
Mourinho hefur verið gagnrýndur fyrir að reyna ekki að ná því besta fram úr leikmönnum sínum og má þar nefna Gareth Bale og Dele Alli.
Það vakti athygli í leikslok þegar Mourinho gekk að dómara leiksins, Andre Marriner og virtist lesa honum pistilinn.
„Ég sagði honum hluti sem hann vissi alveg áður, að ég sagi honum að hann væri einn besti dómara deildarinnar og að ég kunni vel við hann,“ sagði Mourinho.
„Ég ber mikla virðingu fyrir honum, það gefur mér færi á að segja honum að mér þótti frammistaða hans ekki merkileg.“
„Ég á mjög gott samband við Andre, þess vegna get ég sagt honum þegar hann á slæman dag.“