HK hefur fengið varnarmanninn öfluga Martin Rauschenberg að láni frá Stjörnunni út keppnistímabilið 2021.
Martin lék 8 leiki með HK seinni hluta Íslandsmótsins í fyrra ásamt einum bikarleik og stóð sig með mikilli prýði.
Martin er 29 ára og hefur á ferli sínum leikið með Stjörnunni, Brommapojkarna og Gefle í Svíþjóð og Esbjerg í Danmörku. Martin hefur jafnframt leikið 21 leik með yngri landsliðum Danmerkur.