Svo virðist vera að það sé kominn sigurvegari í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt veðbönkum, Manchester City sem að mætir Liverpool um helgina getur tryggt sér sex stiga forskot á toppnum með sigri og eru Paddy Power greinilega handvissir að City vinni deildina.
Veðmálabankinn hefur nú greitt þeim sem að veðjuðu á að Manchester City myndi vinna ensku úrvalsdeildina þetta tímabil en þetta tilkynntu þeir á Twitter síðu sinni í dag.
Manchester City sem hefur unnið alla sína leiki eftir að liðið gerði jafntefli við West Brom 15. desember og virðist þurfa mikið til að stoppa lið City.
They think it's all over.
Well, it pretty much is, so we've paid out on Man City winning the 2020/21 Premier League.
Sorry Liverpool. Sorry Man United.
– Applies to singles, multis and each-way bets placed on the Premier League outright market for the 2020/2021 season pic.twitter.com/6vvOCpc7M9
— Paddy Power (@paddypower) February 5, 2021