Valur og Fylkir mættust á Origo vellinum í úrslitum Reykjavíkurmótsins í kvöld og eftir viðureign kvöldsins eru Valskonur nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar.
Fyrri hálfleikur var rólegur en á 56. mínútu kom Diljá Ýr Zoomers Val yfir, Landsliðkonan Elín Metta Jensen bætti svo við seinna marki Vals á 83. mínútu og lokatölur 2-0.
Valur var ekki lengi að tryggja sér fyrsta titil ársins en karlalið Vals mætir einnig Fylki í úrslitum á morgun og gæti gleðin orðin tvöföld á Hlíðarenda.
Valur 2 – 0 Fylkir
1-0 Diljá Ýr Zoomers (’56 )
2-0 Elín Metta Jensen (’83