Ný reglugerð um sóttvarnir tekur gildi á mánudag en átti að taka gildi 17. febrúar. Ráðist var í tilslakanir fyrr vegna fárra innanlandssmita undanfarið. Nýja reglugerðin gildir í þrjár vikur.
Íþróttaáhugafólk furðar sig verulega á regluverkinu sem nú hefur verið sett fram, engir áhorfendur verða leyfðir á íþróttakappleikjum. Í reglugerð segir. „Íþróttakeppni barna og fullorðinna verði heimilar án áhorfenda. Hámarksfjöldi í hólfi
hjá börnum og fullorðnum verði 50 manns.“
Á sama tíma eru 150 manns leyfðir í hvert sóttvarnarhólf þegar leiksýningar fara fram. „Heimilt verði að taka á móti allt að 150 sitjandi gestum í hverju hólfi og þeim gert skylt að nota grímu nema þegar neytt er drykkjar eða neysluvöru,“ segir í reglugerð.
„Þessi brandari hjá Þórólfi og Svandísi er orðinn helvíti þreyttur. Úff,“ skrifar Henry Birgir Gunnarsson, íþróttafréttamaður á Stöð2 Sport og fleiri taka í sama streng.
Þetta er í annað sinn sem íþróttáhugafólki finnst á sér brotið en svipað var upp á teningnum í desember. Ómar Stefánsson, fyrrum bæjarfulltrúi í Kópavogi tekur í svipaðan streng. „Auðvitað á að leyfa fólki að drekka sig fullt á knæpum til 10. Fá fleiri í leikhúsið. Þetta er fólk kann að stilla sig! En helv@#$% íþróttabullan sem ætlar að horfa á leik og mögulega kalla upphátt og klappa saman lófunum. það eru smitberarnir,“ skrifar Ómar.
Auðvitað á að leyfa fólki að drekka sig fullt á knæpum til 10. Fá fleiri í leikhúsið. Þetta er fólk kann að stilla sig! En helv@#$% íþróttabullan sem ætlar að horfa á leik og mögulega kalla upphátt og klappa saman lófunum. það eru smitberarnir! #handbolti #karfa #blak #fotbolti
— Ómar Stefánsson (@OmarStef) February 5, 2021
Þessi brandari hjá Þórólfi og Svandísi er orðinn helvíti þreyttur. Úff.
— Henry Birgir (@henrybirgir) February 5, 2021
Sterkur endir á vikunni hjá VG:
Í gær: Engin netverslun með áfengi á okkar vakt, takk.
Í dag: 50% aukning á leyfilegum áhorfendafjölda í leikhúsum en áfram gamla góða núllið á áhorfendur á íþróttaviðburðum.
— Daníel Rúnarsson (@danielrunars) February 5, 2021
Stundum er erfitt að skilja rök í sóttvarnaraðgerðum. Í innandyrasalnum var verið að auka fjöldatakmarkanir úr 100 í 150. Í utandyra stúkunni sem er miklu stærri mega vera 0 eftir tilslakanir á mánudaginn. #fotboltinet pic.twitter.com/TcoXZ7zTxY
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) February 5, 2021