Liverpool hefur tryggt sér þjónustu Kaide Gordon en leikmaðurinn kemur frá Derby County og þykir mikið efni en Derby greindi frá félagsskiptunum á heimsíðu sinni í dag.
Kaide var valinn besti leikmaður unglingaliðs Derby á síðustu leiktíð og þykir með efnilegustu leikmönnum Englands en hann hefur komið við sögu í einum leik aðalliðs Derby á þessu tímabili en sá leikur kom í 4-0 sigri gegn Birmingham í desember.
Liverpool hefur verið í viðræðum við Derby síðustu vikur og hefur hann nú gengið til liðs við englandsmeistarana en mörg lið voru á höttunum á eftir þessum efnilega leikmanni, kaupverðið er um 4 milljónir punda.
.@dcfcacademy forward Kaide Gordon has joined Premier League champions, @LFC.
All the best for the future, @kgdcfc10, we wish you every success in your career 🙌
— Derby County (@dcfcofficial) February 5, 2021