Marquinhos leikmaður PSG keypti sér Ferrari bíl á tæpar 40 milljónir til þess að minna sig á að hann hefði náð langt, hann hefur engan áhuga á að keyra bílinn.
Þessi 26 ára gamli varnarmaður frá Brasilíu nennir varla að keyra og lætur helst skutla sér. Ferrari bifreið hans stendur því að mestu ónotuð.
„Ég keypti hann þegar ég gekk í raðir PSG, ég nota hann mjög lítið,“ sagði Marquinhos.
„Ég nenni ekki að keyra, mér finnst það leiðinlegt. Ég veit að sumir elska að fara einir á bíl, það er ekki þannig hjá mér.“
„Ég keyrir Ferrari bílinn ef ég með vini hjá mér. Það er gaman að fara á honum saman.“
Marquinhos segir að hann hafi bara keypt bílinn til að minna sig á að öll erfiðisvinnan hefði skilað sér.
„Draumurinn var alltaf að verða atvinnumaður og kaupa mér flottan bíl. Það var sögulegur dagur þegar ég keypti hann, ég var með Ferrari lykla í höndunum og hugsaði með mér að þetta hefði tekist.“