Það var þungt yfir Jose Mourinho, stjóra Tottenham eftir tap gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tottenham virðist í frjálsu falli undir stjórn Mourinho. Mourinho hefur verið gagnrýndur fyrir að reyna ekki að ná því besta fram úr leikmönnum sínum og má þar nefna Gareth Bale og Dele Alli.
Bale var ónotaður varamaður í leiknum gegn Chelsea í gær og var Mourinho spurður út í það af Alison Bender, fréttakonu sem var að vinna á leiknum. „Get ég fengið að spyrja þig að einu, þið voru margir sem kölluðu eftir því að Gareth Bale kæmi inn. Af hverju settir þú hann ekki inn á völlinn?,“ spurði Alison.
Stjóri Tottenham tók ekki vel í þessa spurningu frá konunni og sagði. „Góð spurning en þú átt ekki skilið að fá svar.“
Bale er á láni frá Real Madrid en Tottenham borgar helming launa hans, Bale er samt sem áður launahæsti leikmaður Tottenha.
Tottenham borgar 325 þúsund pund á viku, Mourinho hefur ekki áhuga á að nota hann mikið en hver mínúta sem Bale hefur spilað fyrir Tottenham hefur kostað félagið 9 þúsund pund. 1,6 milljón íslenskra króna í vasa Bale fyrir hverja mínútu.