fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Vilhjálmur Kári tekur við Íslandsmeisturunum

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 18:43

Mynd: Breiðablik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Kári Haraldsson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, hann tekur við starfinu af Þorsteini Halldórssyni sem ráðinn var landsliðsþjálfari kvenna á dögunum.

Vilhjálmur Kári hefur 25 ára reynslu af þjálfun karla og kvenna, bæði hjá FH og Breiðabliki. Þá hefur hann einnig starfað fyrir Knattspyrnusamband Íslands sem leiðbeinandi auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari U17 ára landsliðs kvenna.

Síðasta starf Vilhjálms var hjá Augnabliki þar sem hann var þjálfari kvennliðs félagsins.

Vilhjálmur spilaði á sínum knattspyrnuferli einnig fyrir Breiðablik en hann á að baki 69 leiki fyrir félagið

„Breiðablik lýsir yfir mikilli ánægju að fá Vilhjálm til frekari starfa fyrir félagið. Það undirstrikar það sterka og faglega starf sem fram fer innan knattspyrnudeildarinnar og þann mikla auð sem til staðar er af þjálfurum og starfsfólki. Breiðablik leggur mikla áherslu á þjálfun og uppeldi yngri leikmanna, gefa þeim tækifæri og traust til að vaxa og ná árangri. Það að Vilhjálmur taki við Íslandsmeistaraliði Breiðabliks og heldur tengslum við Augnablik styður vel við þá stefnu, samhliða því að Blikar stefna alltaf að því að halda sínum sessi í fremstu röð á Íslandi,“ segir í yfirlýsingu Breiðabliks um ráðningu nýs þjálfara.

Starfslið Vilhjálms er klárt. Ólafur Pétursson verður aðstoðar- og markmannsþjálfari, Aron Már Björnsson styrktarþjálfari og Úlfar Hinriksson tæknilegur ráðgjafi. Þeir voru allir í teymi Þorsteins hjá Breiðablik sem varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili

Breiðablik endaði í 1. sæti Pepsi-Max deildar kvenna á síðasta tímabili. Liðið tapaði aðeins einum leik á tímabilinu og endaði með 42 stig eftir 15 leiki þegar að mótið var blásið af vegna Covid-19 heimsfaraldursins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eimskip setur fjármuni í KSÍ

Eimskip setur fjármuni í KSÍ