fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Sleppur við bann eftir að hafa fengið rautt spjald á Old Trafford – Luiz ekki jafn heppinn

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 18:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jan Bednarek, varnarmaður Southampton þarf ekki að fara í leikbann þrátt fyrir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Manchester United á dögunum.

Southampton áfrýjaði rauða spjaldinu sem Bednarek fékk eftir að harðan dóm þar sem dómarinn taldi hann hafa brotið á Anthony Martial, sóknarmanni Manchester United.

„Martial sagði að þetta væri ekki brot,“ mátti heyra Bednarek segja er hann gekk af velli eftir að hafa fengið rauða spjaldið.

Áfrýjunin hefur nú verið tekin fyrir hjá enska knattspyrnusambandinu og var ákveðið að rauða spjaldið yrði tekið til baka. Bednarek mun því geta spilað með Southampton gegn Newcastle United á laugardaginn.

Davið Luiz, varnarmaður Arsenal, var ekki jafn heppinn. Luiz fékk að líta rauða spjaldið eftir að hafa brotið á Willian Jose, sóknarmanni Wolves, innan teigs. Arsenal áfrýjaði rauða spjaldinu en hafði ekki erindi sem erfiði.

„Við höfum unnið hörðum höndum að því að fá leikbanni Luiz aflétt. Við fluttum mál okkar fyrir enska knattspyrnusambandið en erum vonsvikin með að áfrýjun okkar náði ekki tilætluðum árangri,“ segir í yfirlýsingu sem Arsenal sendi frá sér í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Real Madrid enn á eftir Saliba – Þyrftu að borga ótrúlegar upphæðir

Real Madrid enn á eftir Saliba – Þyrftu að borga ótrúlegar upphæðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Í gær

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni
433Sport
Í gær

Hörmungar Tottenham – Tölfræðin frá því í gær segir alla söguna

Hörmungar Tottenham – Tölfræðin frá því í gær segir alla söguna
433Sport
Í gær

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu
433Sport
Í gær

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina