fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Segir Hazard vera í vítahring meiðsla – „Þetta er mikið áhyggjuefni“

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 19:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Læknir belgíska landsliðsins, hefur lýst yfir miklum áhyggjum varðandi Eden Hazard og hans meiðslavandræði. Hazard meiddist enn og aftur á dögunum og verður frá í að minnsta kosti sex vikur.

Kristof Sas, er læknir belgíska landsliðsins og hann var til viðtals hjá belgíska blaðinu Nieuwsblad á dögunum.

„Við erum að bíða frekari fregna af Hazard en það er ljóst að þetta er mikið áhyggjuefni. Yfirleitt valda meiðsli á þessum tímapunkti okkur ekki miklum áhyggjum fyrir Evrópumótið en þetta er öðruvísi með Hazard,“ sagði Kristof Sas, læknir belgíska landsliðsins.

Hazard hefur verið að glíma við langvarandi meiðsli og hefur aldrei náð að sýna sitt rétta andlit með Real Madrid eftir að hann gekk til liðs við liðið frá Chelsea fyrir 130 milljónir punda árið 2019.

„Hazard er í vítahring og það er erfitt að komast út úr honum, vöðvameiðslin núna eru áhyggjuefni. Knattspyrnumaður verður að geta sparkað, snúið, hoppað, allt á miklum hraða,“ sagði Kristof Sas, læknir belgíska landsliðsins í samtali við Nieuwsblad.

Hazard var frá í sex vikur fyrr á leiktíðinni, þá greindist hann einnig seinna meir með Covid-19 og var frá í tvær vikur til viðbótar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eimskip setur fjármuni í KSÍ

Eimskip setur fjármuni í KSÍ