fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Rúnar átjándi Íslendingurinn í sögunni – Gylfi nálgast Hermann

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 18:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Alex Rúnarsson spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir Arsenal í 2-1 tapi gegn Wolves í fyrradag. Wolves tók á móti Arsenal á Molineux Stadium og komst Arsenal yfir á 32. mínútu eftir glæsilegan einleik Nicolas Pepe og allt stefndi að Arsenal færi með eins marks forystu í fyrri hálfleik en þá gerðist David Luiz varnarmaður Arsenal brotlegur í eigin teig og var rekinn af velli og víti dæmt sem Rúben Neves nýtti og jafnaði metin á fimmtu mínútu uppbótartíma.

João Moutinho kom svo Wolves yfir með mögnuðu langskoti á 49. mínútu og staðan orðin 2-1 Wolves í hag. Bernd Leno gerði sig svo sekann um að handleika boltann fyrir utan vítateig var rekinn af velli.

Rúnar Alex Rúnarsson kom inn í stað Thomas Partey til að verja mark Arsenal og er það söguleg stund fyrir Íslendinga þar sem hann er fyrsti íslenski markmaðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni.

Rúnar er átjándi Íslendingurinn sem spilað hefur í deild þeirra bestu á Englandi. Deildin var stofnuð árið 1992 og var Þorvaldur Örlygsson sá fyrsti í röðinni.

Hermann Hreiðarsson lék 332 leiki í deildinni og er leikjahæsti Íslendingurinn, Gylfi kemur næstur í röðinni og er með 301 leik í deild þeirra bestu.

Íslendingar í ensku úrvalsdeildinni:
Guðni Bergsson – Tottenham Hotspur, Bolton Wanderers – 1992–93, 1995–96, 1997–98, 2001–03
Eiður Smári Guðjohnsen – Chelsea, Tottenham Hotspur, Stoke City, Fulham – 2000–06, 2009–11

GettyImages

Jóhannes Karl Guðjónsson – Aston Villa, Wolverhampton Wanderers, Burnley – 2002–04, 2009–10
Þórður Guðjónsson – Derby County – 2000–01

GettyImages

Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley – 2016–
Jóhann Birnir Guðmundsson – Watford – 1999–2000
Aron Einar Gunnarsson – Cardiff City – 2013–14, 2018–19


Brynjar BjörnGunnarsson – Reading – 2006–08
Arnar Gunnlaugsson – Bolton Wanderers, Leicester City – 1997–2002
Heiðar Helguson – Watford, Fulham, Bolton Wanderers, Queens Park Rangers – 1999–2000, 2005–09, 2011–12
Hermann Hreiðarsson – Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic, Portsmouth – 1997–98, 1999–2002, 2003–10
Ívar Ingimarsson – Reading – 2006–08
Eggert Gunnþór Jónsson – Wolverhampton Wanderers – 2011–12


Þorvaldur Örlygsson – Nottingham Forest – 1992–93
Rúnar Alex Rúnarsson – Arsenal – 2020–
Gylfi Sigurðsson – Swansea City, Tottenham Hotspur, Everton – 2011–
Lárus Sigurðsson – West Bromwich Albion – 2002–03
Grétar Steinsson – Bolton Wanderers – 2007–12

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eimskip setur fjármuni í KSÍ

Eimskip setur fjármuni í KSÍ