Everton vann í gær 2-1 sigur á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Leikið var á Elland Road, heimavelli Leeds. Gylfi Þór Sigurðsson, var í byrjunarliði Everton og bar fyrirliðabandið. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu eftir stoðsendingu frá Lucas Digne.
Á 41. mínútu tvöfaldaði Dominic Calvert-Lewin, forystu Everton með marki eftir hornspyrnu sem Gylfi Þór tók í teignum.
Raphinha, minnkaði muninn fyrir Leeds United með marki á 48. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Everton sem situr í 5. sæti deildarinnar með 36 stig. Leeds United er í 11. sæti með 29 stig.
„Það var frábært að snúa þessu við, það voru allir svekktir með úrslitin og frammistöðuna gegn Newcastle. Við ætluðum okkur að ná í úrslit, það var gott að skora þessi tvö mörk og halda í þetta,“ sagði Gylfi að leik loknum.
Leeds spilar kröftugan fótbolta og eru alltaf líklegir til þess að skora en leka þó alltaf inn mörkum. „Þeir spila af miklum krafti, pressa þig. Þeir hefðu getað komist yfir en það var mikilvægt fyrir okkur að komast yfir og ná svo öðru úr föstu leikatriði. Það var fúlt hvernig við hleyptum þeim inn í leikinn í upphafi síðari hálfleiks, vörnin og markvörður okkar voru frábær í leiknum.“
Gylfi tók hornspyrnuna sem markið kom úr. „Við erum með leikmenn með góðar spyrnur og sterka skallamenn, við höfum verið góðir í þessu á þessu tímabili.“
Robin Olson stóð vaktina í marki Everton sökum meiðsla hjá Jordan Pickford. „Hann varði frábærlega, frábær frammistaða hjá manni sem hefur ekki spilað eins mikið og hann vildi.“
Everton er í sjötta sæti deildarinnar en á tvo leiki til góða á flest liðin fyrir ofan sig. „Það eru tíu lið að berjast um Evrópu, stöðugleiki verður lykilatriði fyrir þau lið sem vilja ná sér í Evrópusæti.“