fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Hefur ekki jafn gaman af Leeds og aðrir – „Verjast eins og pöbbalið“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 12:00

Marelo Bielsa/ Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jason Cundy fyrrum leikmaður Chelsea og Tottenham segir að Leeds sé fyndið lið sem verjist eins og pöbbalið. Leeds er komið aftur í deild þeirra bestu og hefur liðið vakið athygli í vetur.

Leeds spilar skemmtilegan sóknarbolta og hafa margir sparkspekingar hrósað liðinu, liðið er hins vegar ansi klaufalegt í varnarleik sínum og gefur mikið af ódýrum mörkum. Everton vann í gær 2-1 sigur á Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Leikið var á Elland Road, heimavelli Leeds. Gylfi Þór Sigurðsson, var í byrjunarliði Everton og bar fyrirliðabandið. Hann skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu eftir stoðsendingu frá Lucas Digne.

Á 41. mínútu tvöfaldaði Dominic Calvert-Lewin, forystu Everton með marki eftir hornspyrnu sem Gylfi Þór tók í teignum.

Raphinha, minnkaði muninn fyrir Leeds United með marki á 48. mínútu en nær komust heimamenn ekki. Leikurinn endaði með 2-1 sigri Everton sem situr í 5. sæti deildarinnar með 36 stig. Leeds United er í 11. sæti með 29 stig.

„Leeds? Þeir eru fyndið lið. Þeir gefa færi á sér, það er aldrei góð hugmynd að vejða á Leeds,“ sagði Cundy á TalkSport í dag.

Hann segir sparkspekinga ganga alltof langt í að hrósa liðinu. „Þeir fá alltof mikið hrós.“

„Þegar þeir sækja þá er gaman að horfa á þá, en varnarleikurinn hjá þeim eins og í fyrsta markinu gegn Everton er eins og hjá pöbbaliði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eimskip setur fjármuni í KSÍ

Eimskip setur fjármuni í KSÍ