fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Fær fjöldamargar stuðningskveðjur eftir frábæra byrjun með West Ham – Stefnir á sæti í enska landsliðinu

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 20:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Lingard, sem gekk á dögunum til liðs við West Ham United á láni frá Manchester United, átti sannkallaða draumabyrjun með Lundúnaliðinu í gær.

Lingard var í byrjunarliði West Ham og skoraði tvö mörk í 3-1 útisigri gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni. Hann hafði ekkert spilað í deildinni á þessu tímabili fyrir leik gærkvöldsins.

Lingard var ekki í áætlunum Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóra Manchester United og því var ákveðið að best væri að hann færi á láni frá félaginu.

Lingard virðist hafa verið vel liðinn meðal leikmanna Manchester United sem kepptust við að senda honum stuðningskveðjur á samfélagsmiðlum eftir leik gærkvöldsins.

„Til hamingju bróðir,“ skrifaði Marcus Rashford, sóknarmaður Manchester United, við mynd sem Lingard birti af sér fagna marki í leiknum.

„Elska þetta,“ skrifaði Luke Shaw, vinstri bakvörður Manchester United.

Lingard vill vafalaust sanna sig hjá West Ham en rætt hefur verið um það í enskum pressunni í dag að hann gæti átt möguleika á sæti í enska landsliðinu fyrir Evrópumótið sem fram fer næsta sumar.

David Moyes, knattspyrnustjóri West Ham var ánægður með framlag leikmannsins í gær.

„Ef hann heldur áfram að spila svona vel og gera frábæra hluti fyrir West Ham þá mun hann verða valinn í enska landsliðið. Það er mín von að hann geri það,“ sagði Moyes á blaðamannafundi eftir sigur West Ham í gær.

GettyImages
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Real Madrid enn á eftir Saliba – Þyrftu að borga ótrúlegar upphæðir

Real Madrid enn á eftir Saliba – Þyrftu að borga ótrúlegar upphæðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Í gær

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni
433Sport
Í gær

Hörmungar Tottenham – Tölfræðin frá því í gær segir alla söguna

Hörmungar Tottenham – Tölfræðin frá því í gær segir alla söguna
433Sport
Í gær

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu
433Sport
Í gær

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina