Arsenal hefði viljað lána Rúnar Alex Rúnarsson frá félaginu í janúar en tókst ekki að finna fyrir hann félag. Þetta segir David Ornstein blaðamaður hjá The Athletic.
Ornstein er með svakalegar tengingar í Arsenal og hefur iðulega rétt fyrir sér þegar kemur að málefnum félagsins.
„Þeir hefðu viljað lána Rúnar Alex en gátu það ekki,“ sagði Ornstein.
Rúnar lék sinn fyrsta deildarleik með Arsenal gegn Wolves á þriðjudag þegar Bernd Leno var rekinn af velli. Mat Ryan var meiddur en möguleiki er á að hann verði klár um helgina gegn Aston Villa.
Ryan var fenginn til Arsenal á láni í janúar og er líklegt að hann standi í markinu um helgina, verði hann heill heilsu.