fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Ævintýri Arnórs í Rússlandi: Fékk borgað í skjalatösku – Forsetinn sótti ruslapoka út í bíl

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. febrúar 2021 11:00

Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnór Smárason er mættur heim til Íslands eftir að hafa búið erlendis í sautján ár og leikið sem atvinnumaður í knattspyrnu. Arnór átti farsælan feril á Norðurlöndunum en hann hóf feril sinn með Heerenveen í Hollandi.

Arnór sem ólst upp á Akranesi samdi við Íslandsmeistara Vals í vetur og leikur í efstu deild karla hér á landi í sumar. Arnór gerir upp feril sinn í viðtali við Jóhann Skúla í Draumaliðinu.

Arnór lék árið 2015 með Torpedo Moscow í Rússlandi, hann stoppaði stutt við en það gekk brösuglega að fá launin sín. „Ég lít til baka á þennan tíma mjög vel, ég vissi að ég væri að fara vera þarna í fjóra mánuði. Ég ætlaði að upplifa eins mikið og ég gæti á þessum tíma,“ sagði Arnór um dvölina í Rússlandi.

Vandræði voru að fá launin sín, Arnór þurfti að fara til Moskvu tveimur árum síðar og fá borgað í reiðufé. „Það voru peningavandræði eins og gengur og gerist í þessum löndum, ég fékk launin mín borguð tveimur árum eftir að ég fór. Ég tók flugið með skjalatöskunni tveimur árum síðar, náði í restina. Það var flott ferð.“

Forseti félagsins átti talsvert af reiðufé eins og Arnór komst að þegar leikmenn Torpedo Moscow hótuðu að fara í verkfall.

„Það hafðist fyrir rest, það er leiðinlegt að standa í einhverju svona. Við hótuðum að fara í verkfall eftir einhvern leik, forsetinn kom inn og sagði að ef við myndum vinna leikinn þá væri tvöfaldur bónus í boði strax eftir leik.“

„Við vinnum leikinn og förum inn í klefa, þá segir forsetinn aldrei hafa sagt þetta. Þetta var mikið svona kjaftæði, á æfingunni eftir hótuðu menn að fara ekki út að æfa. Þá fór forsetinn út í bíl og tók poka með sér til baka og dreifði á alla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Real Madrid enn á eftir Saliba – Þyrftu að borga ótrúlegar upphæðir

Real Madrid enn á eftir Saliba – Þyrftu að borga ótrúlegar upphæðir
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar

Tvöfaldur sigur hjá Bournemouth í janúar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy

Amorim útskýrir af hverju hann vildi ekki starfa með Nistelrooy
433Sport
Í gær

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir tvo leiki í Þjóðadeildinni
433Sport
Í gær

Hörmungar Tottenham – Tölfræðin frá því í gær segir alla söguna

Hörmungar Tottenham – Tölfræðin frá því í gær segir alla söguna
433Sport
Í gær

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu

Ástand landsliðsmanna skoðað – Margir í góðum málum en aðrir í tómu veseni hjá félagi sínu
433Sport
Í gær

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina

Arteta flýr með leikmenn Arsenal í sólina