Forráðamenn Southampton, vilja að dómurunum Lee Mason og Mike Dean verði meinað að dæma leiki hjá félaginu í nánustu framtíð. Ástæðan er sú að forráðamenn félagsins eru reiðir úr í dómgæslu dómaranna í leikjum félagsins gegn Aston Villa og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Manchester United valtaði yfir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær en þeir léku manni færri í 88. mínútur þar sem Alexandre Jankewitz var rekinn af velli eftir tveggja mínútna leik. Seinna í leiknum var Jan Bednarek, varnarmaður liðsins, síðan rekinn af velli. Leikurinn endaði með 9-0 sigri Manchester United.
Forráðamenn Southampton, ætla að taka málið upp hjá PGMOL, sem sér um dómaramál í ensku úrvalsdeildinni. Félagið er ekki aðeins óánægt með ákvarðanir dómaranna, heldur einnig aðdraganda ákvarðananna.
Þá er félagið ekki aðeins að tala um ákvarðanir er varða rauðu spjöldin í leiknum í gær, heldur einnig ákvarðanir í kringum ógild mörk.