fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Vilja meina tveimur dómurum að dæma leiki hjá félaginu

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 18:07

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn Southampton, vilja að dómurunum Lee Mason og Mike Dean verði meinað að dæma leiki hjá félaginu í nánustu framtíð. Ástæðan er sú að forráðamenn félagsins eru reiðir úr í dómgæslu dómaranna í leikjum félagsins gegn Aston Villa og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.

Manchester United valtaði yfir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær en þeir léku manni færri í 88. mínútur þar sem Alexandre Jankewitz var rekinn af velli eftir tveggja mínútna leik. Seinna í leiknum var Jan Bednarek, varnarmaður liðsins, síðan rekinn af velli. Leikurinn endaði með 9-0 sigri Manchester United.

Forráðamenn Southampton, ætla að taka málið upp hjá PGMOL, sem sér um dómaramál í ensku úrvalsdeildinni. Félagið er ekki aðeins óánægt með ákvarðanir dómaranna, heldur einnig aðdraganda ákvarðananna.

Þá er félagið ekki aðeins að tala um ákvarðanir er varða rauðu spjöldin í leiknum í gær, heldur einnig ákvarðanir í kringum ógild mörk.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim