fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Þetta eru þeir fimm sem liggja undir grun hjá Lionel Messi

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 14:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi og hans lögfræðingar telja að fimm aðilar komi að því að leka út samningi hans við félagið og ótrúlegum launum hans.

Samningur sem Messi gerði við Barcelona árið 2017 lak í fjölmiðla þar í landi um helgina. Þar kemur fram að Messi geti þénað 555 milljónir evra á fjórum árum með öllum bónusum sem í boði eru, ljóst er að hann nær ekki þeirri upphæð.

Hins vegar er öruggt að Messi fær 138 milljónir evra í laun á hverju tímabili, hann fékk 115 milljónir evra í sinn vasa þegar hann skrifaði undir og 77 milljónir evra fær hann í bónusgreiðslur á árunum fjórum fyrir að vera hliðhollur félaginu.

Það er hins vegar öruggt að Messi fær meira en 51 milljarð íslenskra króna á árunum fjórum, hann er ekki sáttur með að tölurnar hafi lekið í blöðin.

Mennirnir fimm sem Messi telur að beri ábyrgð á þessum leka eru Josep Maria Bartomeu fyrrum forseti félagsins, fyrrum varaforsetinn, Jordi Mestre; Stjórnarformaðurinn, Òscar Grau; tímabundinn forseti Barcelona í dag, Carles Tusquets; og yfirlögfræðingur Barcelona, Romàn Gómez Ponti.

Messi íhugar að fara í mál við þessa menn en aðeins fjögur eintök eru til af samningi Messi. Hann á eitt þeirra, lögfræðingur hans eitt, La Liga á eitt og Barcelona á eitt.

Messi hefur verið í stríði við Börsunga frá síðasta sumri þegar hann vildi fara, líkur eru á að hann fari frítt frá félaginu í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim