fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Þetta er ráð frá Gylfa Þór Sigurðssyni til ungra leikmanna

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta hef­ur verið frá­bær tími þótt mér líði eins og það sé óra­langt síðan ég spilaði minn fyrsta leik í deild­inni,“ segir Gylfi Þór Sigurðsson árin níu sem hann hefur spilað í ensku úrvalsdeildinni. Viðtalið við Gylfa birtist á Síminn Sport og má sjá það í heild hérna.

Gylfi hefur leikið með Swansea, Tottenham og nú Everton í þessari sterku deild og yfirleitt haft stórt hlutverk í sínu liði.

Gylfi var 15 ára þegar hann flutti út til Englands og gekk í raðir Reading frá Breiðabliki. Eftir þrjú ár í unglinga og varaliði Reading vildi Gylfi fara að spila með karlmönnum og var lánaður til Shrewsbury og Crewe í neðri deildum Englands.

„Það var gríðarlega mik­il­vægt fyr­ir mig að spila með full­orðnum karl­mönn­um því ég hefði lítið grætt á því að spila ein­hverja varaliðsleiki.“

Gylfi ráðlegur ungum mönnum sem eru í unglinga eða varaliði að grípa tækifærið ef það gefst, það sé mikilvægt að spila með karlmönnum. „Ég spilaði í bæði B-deild­inni og C-deild­inni og ég græddi á því að fá að spila því ung­ir leik­menn þurfa fyrst og fremst að spila fót­bolta. “

„Það er eng­inn til­gang­ur að hanga bara og bíða eft­ir hlut­un­um á æf­inga­svæðinu,“ segir einn besti knattspyrnumaður í sögu Íslands í viðtali sem Morgunblaðið birti frá Símanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim