fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Stærstu sigrarnir í ensku úrvalsdeildinni – Ekki í fyrsta skipti sem Manchester United vinnur 9-0

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 20:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United vann í gær 9-0 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni. En það er ekki í eina skiptið sem félagið hefur unnið svo stóran sigur, sem telst sem sá stærsti í ensku úrvalsdeildinni.

Þann 4. mars árið 1995 vann Manchester United einnig 9-0 sigur á Ipswich Town. Andy Cole, framherji Manchester United á þessum tíma skoraði fimm af þeim níu mörkum sem liðið skoraði í leiknum. Þetta tímabil féll Ipswich úr ensku úrvalsdeildinni og Manchester United endaði í 2. sæti á eftir Blackburn Rovers sem varð Englandsmeistari.

Tapið í gær var ekki fyrsta 9-0 tap Ralph Hassenhutl, knattspyrnustjóra Southampton í ensku úrvalsdeildinni. Þann 25. október árið 2019 tapaði Southampton 9-0 fyrir Leicester City. Jamie Vardy og Ayoze Perez, skoruðu báðir þrennu í leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá stærstu sigranna sem hafa unnist í ensku úrvalsdeildinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim