fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Sendi Arsenal goðsögn rasísk skilaboð eftir leik í FIFA en sleppur við sakfellingu – „Ég er vonsvikinn“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 19:15

Ian Wright / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrick O’Brien 18 ára gamall írskur karlmaður, var ekki safelldur í máli sem Ian Wright, fyrrverandi leikmaður Arsenal, höfðaði gegn honum eftir að hann sendi honum rasísk skilaboð á samfélagsmiðlum. Hann sleppur á skilorði samkvæmt dómnum sem kveðinn var upp í málinu í dag.

Patrick tapaði í maí árið 2019, leik í knattspyrnutölvuleiknum FIFA, tölvugerður leikmaður Ian Wright sem var í leiknum, var í liði Patrick. Í kjölfarið beindi hann reiði sinni að Ian Wright á samfélagsmiðlum með rasískum skilaboðum.

Patrick, viðurkenndi þessi brot sín og sendi Ian Wright skriflega afsökunarbeiðni. Wright samþykkti þessa afsökunarbeiðni Patrick. Hann hafði einnig styrkt góðgerðarsamtök í Írlandi í tilraun til þess að bæta upp fyrir gjörðir sínar.

Ian Wright er ekki sáttur með dóminn sem var kveðinn upp í dag ef marka má innlegg sem hann birti á Twitter í dag.

„Ég hef séð dóminn sem kveðinn var upp í dag og ég er vonsvikinn. Þetta mál snerist aldrei um hefnd, þetta snerist um afleiðingar sem fylgja því að beina rasískum skilaboðum að einstaklingum. Fyrirgefning mín til þessa unga manns var með mína þörf og þrá á að halda áfram með lífið án meiri angistar,“ var meðal þess sem stóð í innleggi Ian Wright, fyrrverandi leikmanns Arsenal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim