fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Manchester City hafði betur gegn Burnley – Leicester vann öruggan sigur á Fulham

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 19:55

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveimur leikjum er lokið í 22. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City hafði betur gegn Burnley á útivelli og Leicester City átti ekki í vandræðum með Fulham.

Burnley tók á móti Manchester City á heimavelli sínum Turf Moor. Jóhann Berg Guðmundsson, var í byrjunarliði Burnley sem lenti undir í leiknum strax á 3. mínútu.

Það var Gabriel Jesus sem kom Manchester City yfir. Á 38. mínútu tvöfaldaði Raheem Sterling síðan forystu City með marki eftir stoðsendingu frá Ilkay Gundogan.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum sem endaði með 2-0 sigri Manchester City. Liðið er eftir leikinn í 1. sæti deildarinnr með 47 stig, Burnley er í 16. sæti með 22 stig.

Á Craven Cottage mættust heimamenn í Fulham og Leicester City.

Kelechi Iheanacho kom Leicester yfir með marki á 17. mínútu eftir stoðsendingu frá James Maddison. Þannig stóðu leikar allt þar til á 44. mínútu þegar James Justin skoraði annað mark Leicester og innsiglaði 2-0 sigur liðsins.

Leicester er eftir leikinn í 3. sæti deildarinnar með 42 stig. Fulham situr í 18. sæti með 14 stig, sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni.

Burnley 0 – 2 Manchester City 
0-1 Gabriel Jesus (‘3)
0-2 Raheem Sterling (’38)

Fulham 0 – 2 Leicester City 
0-1 Kelechi Iheanacho (’17)
0-2 James Justin (’44)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim