fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Dætur Maradona eru brjálaðar og vilja tvo menn í fangelsi: „Ég hlustaði þetta samtal og ég kastaði upp“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 14:00

Rocio Olivia, fyrrverandi unnusta Maradona

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dalma Maradona dóttir Diego Maradona vonast til þess að tveir menn verði settir á bak við lás og slá vegna fráfalls föður síns.

Diego Armando Maradona, lést þann 25. nóvember síðastliðinn, 60 ára að aldri. Maradona átti magnaðan knattspyrnuferil. Þessi sextugi fyrrum knattspyrnumaður frá Argentínu lést á heimili sínu í Buenos Aires í Argentínu. Þremur vikum áður hafði Maradona verið útskrifaður af spítala í borginni eftir að blæðing í heila koma upp. Hann gekkst undir aðgerð og hafði ekki náð bata eftir hana.

Leopoldo Luque, læknir Diego Maradona, hefur haft stöðu grunaðs manns í rannsókn sem hefur verið á andláti Maradona. Húsleit var gerð á heimili og skrifstofu Leopoldo skömmu eftir andlát hans. Farið var í húsleitirnar eftir að dætur Maradona kröfðust þess að fá að vita hvaða lyfjum föður þeirra hafði verið ávísað. 30 lögreglumenn tóku þátt í húsleitinni þar sem lagt var upp með að komast yfir sjúkraskýrslur Maradona.

Upptökur af samtali við Luque við sjúkraþjálfara Maradona, Agustina Cosachov hafa nú birst í fjölmiðlum í Argentínu. Um er að ræða símtal þeirra á milli þegar verið er að reyna að endurlífga Maradona.

„Við fórum inn í herbergið og þar var hann kaldur. Við fundum ekki púls en hófum strax endurlífgun,“ segir sjúkraþjálfarinn sem var staddur á heimili Maradona.

„Hann fékk smá lit aftur, hann hitnaði. Við reyndum endurlífgun í tíu mínútur en síðan kom sjúkrabíll. Þeir eru að huga að honum.“

Dalma var í áfalli eftir að hafa hlustað á þessa upptöku, hún segir læknirinn Luque og lögfræðingur Maradona, Matis Morla beri ábyrgð á andláti Diego. „Ég hlustaði þetta samtal og ég kastaði upp. Ég bið til guðs að réttlætið sigri,“ sagði Dalma.

Giannina, systir Dölmu tekur í sama streng og segir að þessir tveir menn eigi heima í fangelsi. „Sannleikurinn kemur alltaf upp á yfirborðið. Þið endið í fangelsi, „sagði Giannina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim