fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Bróðir Pogba blandar sér í málin – Útilokar að bróðir sinn framlengi við United

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 3. febrúar 2021 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann er ánægður, hann er að bæta leik sinn,“ sagði Mathias Pogba bróðir Paul Pogba, miðjumanns Manchester United um stöðu mála.

Rólegt hefur verið í kringum Pogba í einn og hálfan mánuð, eftir að umboðsmaður hans sagði að Pogba vildi fara burt frá United og það helst í gær.

Pogba á eitt og hálft ár eftir af samningi sínum og Mathias segir að bróðir sinn hafi ekki einn einasta áhuga á að framlengja við United.

„Hann á rúmt ár eftir af samningi sínum, ég veit ekki hvort hann klári þann samning. Ég get ekki hjálpað ykkur þar.“

„Það eina sem ég get sagt er að ef United vill fá peninga, þá verða þeir að selja hann í sumar. Það er það sem ég get sagt, hann fer annars frítt.“

Forráðamenn United eru eflaust meðvitaðir um stöðu mála. „Ég hef ekki heyrt af því að hann hafi áhuga á að framlengja,“ sagði Mathias.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta

Amorim opnar sig um brottför Rashford – Fékk hann ekki til að gera þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“

Gapandi hissa á hvernig þetta er á Íslandi – „Eiginlega galið í alla staði“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim

Chelsea telur að Guehi hafni Tottenham til að koma aftur heim