Rauðhærði Jose Mourinho eins og Sean Dyche er oft kallaður var í sínu besta skapi þegar hann spjallaði við fréttamenn á Englandi í gær. Liðið mætir Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Dyche fór á kostum þegar hann ræddi við fréttamennina en einn þeirra spurði hvort honum hefði verið líkt við Mick Hucknall, söngvar Simply Reds. Dyche datt í gírinn og úr varð kostulegur fréttamannafundi.
„Sumir segja að ég líti líka út eins og Chris Evans,“ sagði Dyche og átti þar við um leikarann sem er ekkert líkur honum.
„Ég sé það reyndar ekki sjálfur, en þetta er góður punktur hjá þér. Útgöngubannið er erfitt fyrir okkur öll, við erum bara að hafa gaman hérna. Þú spyrð mig að bjánalegri spurningu og ég gef bjánalegt svar til baka, við getum ekki drepið alla úr leiðindum.“
„Tvífarar gera heiminn betri, hefur þú aldrei setið á bar með vinum þínum og rætt um tvífara? Það er reyndar langt síðan að maður settist á barinn. Það er með því skemmtilegra sem ég geri að finna tvífara á slíkum stað.“
Dyche hélt svo áfram að létta fréttamönnum lundina og sagði frá leikjum sem hann fer í með fjölskyldunni. Sjón er sögu ríkari.
The greatest #PremierLeague press conference of all time! 😂
Burnley’s Sean Dyche went OFF THE RAILS in this chat with journalists ahead of tomorrow morning’s match with Man City! 🤣#OptusSport #PL #BURMCI pic.twitter.com/7MWvK09nAx
— Optus Sport (@OptusSport) February 3, 2021