Ataltanta á Ítalíu hefur samið við Hauka um kaup á ungum leikmanni félagsins, Óliver Steinar Guðmundsson sem er 16 ára gamall hefur samþykkt að ganga í raðir félagsins. Þetta herma heimildir 433.is en ítalskir miðlar hafa einnig sagt frá.
Óliver lék einn leik með Haukum í 2 deild karla síðasta sumar, um er að ræða miðjumann sem ítalska félagið hefur haft augastað á.
Hann hefur spilað tvo U15 ára landsleiki fyrir Íslands en Óliver framsækinn miðjumaður.
Atalanta er eitt af sterkari liðum Ítalíu en félagið hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu í Meistaradeild Evrópu.
Óliver fer fyrst um sinn í unglingalið félagsins og þarf að vinna sig upp í sterkt aðallið félagsins.