Shkodran Mustafi hefur gengið til liðs við Schalke 04 en þetta staðfesti Arsenal á heimasíðu sinni.
Mustafi sem leikið hefur 151 leik fyrir Arsenal hefur ekki mátt of góðu gengi að fagna en hann hefur engu að síður unnið FA bikarinn tvisvar með liðinu og einn Community Shield á tíma sínum hjá félaginu.
Heimsmeistarinn gengur nú til liðs við Schalke 04 en liðið er í fallbaráttu í þýsku úrvalsdeildinni og er hann mættur til þess að fylla í skarð Ozan Kabak sem gekk til liðs við Liverpool fyrir skömmu síðan.
#S04-Update II: @MustafiOfficial wechselt von @Arsenal zu den Königsblauen und unterschreibt einen Vertrag bis Saisonende.
Glück auf und herzlich willkommen auf Schalke, Shkodran! 👋#S04 | 🔵⚪ | #Mustafi
— FC Schalke 04 (@s04) February 1, 2021