Mohamed Salah segir að Liverpool verði að vinna alla 17 leikina sem liðið á eftir í enskku úrvalsdeildinni, til að endurheimta titilinn. Þetta sagði Salah eftir góðan sigur á West Ham í gær þar sem hann var hetja liðsins.
Salah skoraði tvö mörk fyrir Liverpool í 1-3 sigri en bæði mörk hans komu í síðari hálfleik.
Eftir að hafa hikstað hressilega í deildinni hefur Liverpool nú náð vopnum sínum og unnið tvo góða útisigra í röð. Liðið er komið upp í þriðja sæti deildarinnar.
„Ef við ætlum að vinna ensku deildina í ár þá verðum við að vinna alla leiki,“ sagði Salah, léttur í lund að leik loknum.
„Við verðum að halda áfram að vinna, það er það eina sem er í boði ef þú ætlar að vinna deildina. Þetta hefur verið góð vika.“
„Þetta var góður sigur, annar sigurinn í röð. West Ham voru öflugir, við verðum bara að halda áfram að vinna leiki.“