Ozan Kabak hefur gengið til liðs við Liverpool frá Schalke 04 en þetta var tilkynnt fyrir örfáum mínútum.
Búist var við að leikmaðurinn yrði tilkynntur fyrr en líklegast var verið að bíða eftir því að Mustafi skrifaði undir samning hjá Schalke til þess að fylla í skarð Kabak.
Leikmaðurinn kemur á eins árs láni og fær Liverpool forkaupsréttindi á leikmanninum fyrir 30 milljónir evra.
Kabak sem er 20 ára miðvörður er með mikla reynslu þrátt fyrir ungann aldur en hann hefur leikið með Schalke frá árinu 2019 og lék áður fyrir Galatasaray.
It’s official! 😎@ozankabak4 joins us on loan from @s04 until the end of the season 👊
— Liverpool FC (@LFC) February 1, 2021