Jürgen Klopp þjálfari Liverpool staðfesti í dag að Joel Matip spili að öllum líkindum ekki meira á þessu tímabili vegna ökkla meiðsla.
Klopp hrósaði einnig Matip fyrir að hafa spilað þá leiki sem hann spilaði og sagði að það sýndi hvernig karakter Joel væri til að fórna eigin heilsu fyrir velferð Liverpool.
Stuðningsmenn Liverpool geta hins vegar huggað sig við það að liðið keypti tvo miðverði í dag en þeir Ozan Kabak og Ben Davies gengu til liðs við Liverpool.
Þrátt fyrir komu tveggja miðvarða eru fleiri miðverðir meiddir en heilir en á meiðslalista Liverpool eru Joe Gomez, Joel Matip, Virgil Van Dijk og Fabinho.