Hagfræðingur heldur því fram að Barcelona hagnist verulega á því að hafa Lionel Messi í sínum herbúðum, þrátt fyrir að hann þéni all svakalega hjá félaginu.
Samningur sem Messi gerði við Barcelona árið 2017 lak í fjölmiðla þar í landi um helgina. Þar kemur fram að Messi geti þénað 555 milljónir evra á fjórum árum með öllum bónusum sem í boði eru, ljóst er að hann nær ekki þeirri upphæð.
Hins vegar er öruggt að Messi fær 138 milljónir evra í laun á hverju tímabili, hann fékk 115 milljónir evra í sinn vasa þegar hann skrifaði undir og 77 milljónir evra fær hann í bónusgreiðslur á árunum fjórum fyrir að vera hliðhollur félaginu.
Það er hins vegar öruggt að Messi fær meira en 51 milljarð íslenskra króna á árunum fjórum, hann er ekki sáttur með að tölurnar hafi lekið í blöðin.
Marc Ciria hagfræðingur á Spáni segir laun Messi endurspegla virði hans fyrir Barcelona, hann segir að Messi skili Börsungum um 270 milljónum punda í tekjur á hverju ári.
Treyjur með nafni Messi seljast vel og segir Ciria að um 2 milljónir treyja með nafni Messi seljist á ári hverju. Fjöldi fólk mæti á völlinn, bara til að sjá Messi og fleira í þeim dúr.
Ciria reiknar með því að Messi skili Barcelona um 150 milljónum punda í hagnað á hverju ári, eftir að búið er að greiða honum laun.