Thomas Tuchel nýráðinn þjálfari Chelsea mætti til blaðamannafundar í gær fyrir viðureign Chelsea gegn Burnley en liðin mætast kl. 12.00.
Á blaðamannafundinum tók hann fram að hann vissi af pressunni sem fylgir þjálfarastarfi Chelsea og að ef hann standi sig ekki vel sem þjálfari liðsins yrði hann rekinn.
„Ég er bara á 18 mánaða samning, þetta er ævintýri sem ég er tilbúinn að takast á við og ég veit að ef ég stend mig ekki vel þá verð ég bara rekinn og ef þeir eru ekki ánægðir með mig þá verð ég rekinn, fyrst var ég bara ha? afhverju bara 18 mánuðir en ég tel mig hugrakkan að takast á við þetta verkefni“ sagði Tuchel um þjálfarastarfið.
Mikil pressa er á Tuchel og sérstaklega þá að ná fram því besta úr leikmönnum á borð við Kai Havertz og Timo Werner sem að komu til Chelsea fyrir mikinn pening síðasta sumar.