Sverrir Ingi spilaði allan leikin er PAOK tók á móti Panaitolikos í grísku úrvalsdeildinni í dag en leikurinn kláraðist rétt í þessu.
Thomas Murg gerði fyrsta mark PAOK á 39. mínútu og staðan 1-0 í hálfleik, PAOK settu sig svo sannarlega í næsta gír í seinni hálfleik og voru komnir í 2-0 á 51. mínútu eftir mark frá Stefan Schwab,Christos Tzolis bætti svo við öðru marki á 57. mínútu og staðan orðin 3-0. Karol Świderski bætti svo við því fjórða á 61. mínútu og gerði hann svo sitt annað mark á 90. mínútu og lokatölur 5-0 fyrir PAOK sem sitja í þriðja sæti deildarinnar.