Leikur Alanyaspor og Sivasspor var af undarlegri gerðinni þegar að liðin mættust í efstu deild Tyrklands í gær en völlurinn var nær því að vera vaðlaug en fótboltavöllur og áttu leikmenn mjög erfitt með að spila sinn leik.
Leikurinn var flautaður á þrátt fyrir aðstæður en hún var stutt gleðin þar sem leikurinn var flautaður af á 20. mínútu þegar að dómara leiksins varð ljóst að ekki væri hægt að spila fótbolta í þessum aðstæðum.
Sjón er sögu ríkarari og er hægt að sjá myndböndin hér fyrir neðan.