Lionel Messi skoraði magnað mark áðan gegn Athletic Club en það er hálfleikur í leiknum eins og er.
Markið kom á 20. mínútu og beint úr aukaspyrnu og er svo sannarlega af dýrari gerðinni en markið er númer 650 hjá Messi fyrir Barcelona og hefði það ekki getað orðið mikið flottara.
Luis Suarez gerði einnig mark úr aukaspyrnu í dag og er aukaspyrna Messi ekki gjörólíkt þeirri sem Suarez skoraði úr.
Sjón er sögu ríkari og er hægt að sjá markið hér fyrir neðan.
Might be time for a pay rise for Messi. @LaLigaTV pic.twitter.com/5EMiNd8HAx
— Gary Lineker 💙 (@GaryLineker) January 31, 2021