Luis Suarez leikmaður Atlético Madrid skoraði magnað mark úr aukaspyrnu er liðið vann 2-4 sigur gegn Cadiz í spænsku úrvalsdeildinni í dag.
Atlético Madrid eru með 10 stiga forskot á toppi deildarinnar og eiga leik til góða sem getur tryggt þeim 13 stiga forskot, Luis Suarez hefur verið magnaður fyrir Atlético Madrid og er stjórn Barcelona líklegast í einhverri eftiráhyggju að hafa leyft kappanum að fara en Barcelona situr í 4 sæti deildarinnar 13 stigum á eftir Atlético Madrid.
Luis Suarez er markahæsti maður deildarinnar með 14 mörk í 16 leikjum en hann gerði tvö í sigrinum áðan og var eitt þeirra af dýrari gerðinni en það gerði hann beint úr aukaspyrnu og er hægt að sjá hér fyrir neðan.