Chelsea vann sinn fyrsta leik undir stjórn Thomas Tuchel er liðið tók á móti Burnley á Stamford Bridge en leiknum lauk með 2-0 sigri heimamanna.
Bakverðir Chelsea voru í aðalhlutverki í dag en þeir Marcos Alonso og Cesar Azpilicueta gerðu bæði mörk Chelsea og var mark Alonso af dýrari gerðinni.
Á 84. mínútu gaf Christian Pulisic boltann fyrir mark Burnley sem að Alonso tók snyrtilega á móti hélt honum á lofti og hamraði fram hjá Nick Pope í marki Burnley til að gulltryggja Chelsea 2-0 sigur.
Hægt er að sjá markið glæsilega hér fyrir neðan.