Aston Villa og Southampton mættust í gærkvöldi og endaði leikurinn með 0-1 sigri Aston Villa en tvö atvik hefðu getað skilað Southampton sigri en VAR kom í veg fyrir það.
Í uppbótatíma seinni hálfleiks skoraði Danny Ings jöfnunarmark fyrir Southampton en markið var dæmt af vegna rangstöðu eftir að atvikið var skoðað með VAR.
Talsverð umræða hefur myndast í kringum dóminn en mikið hefur verið af umdeildum dómum á þessu tímabili og sérstaklega hvað varðar rangstæður, hægt er að sjá rangstöðuna umdeildu hér fyrir neðan og getur hver dæmt fyrir sig.
Einnig var Southampton neitað víti í byrjun leiks en þá handlék Matty Cash varnarmaður Aston Villa boltann í eigin teig og Southampton til mikillar gremju var ekki víti dæmt þrátt fyrir að VAR skoðaði atvikið.