Sergio Ramos varnarmaður Real Madrid er sagður vilja fara til Manchester United eftir spjall við David Beckham.
Ramos hefur verið einn besti varnarmaður heims síðustu ár en leikmaðurinn hefur unnið allt sem leikmanni dreymir um að vinna en hann hefur unnið 1x HM, 2x EM, 4x Meistaradeild Evrópu og 5x Spænsku úrvalsdeildina.
Manchester United situr eins og er í öðru sæti deildarinnar eftir stutt stopp á toppnum en liðið gæti sannarlega haft gott á því að fá leikmann á borð við Ramos í herbúðir sínar.
Ramos og Beckham spiluðu saman hjá Real Madrid en þeir kappar eyddu tíma saman um daginn og herma heimildir að Beckham hafi sannfært leikmanninn um að ganga til liðs við Manchester United.
Leikmaðurinn er metinn á 14 milljónir evra samkvæmt Transfermarkt en laun hans eru hins vegar stjarnfræðilega há en hann þénar 463.000 evrur á viku.