fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
433Sport

Reykjavíkurmótið: Valur og Þróttur Reykjavík með sigra

Alexander Máni Curtis
Sunnudaginn 31. janúar 2021 20:31

Mynd/Þróttur Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í A-riðli í Reykjavíkurmótinu í dag en þar mættust Valur og Leiknir og ÍR tók á móti Þrótti Reykjavík.

Fimm mörk voru skoruð í báðum leikjum en Valur hafði betur gegn Leikni en leikurinn fór 3-2. Haukur Páll fyrirliði Vals skoraði fyrstu tvö mörk fyrir heimamanna og bætti svo Sigurður Egill því þriðja. Tvö mörk í uppbótartíma frá Leikni dugðu ekki til en þau gerðu Dagur Austmann og Sævar Atli.

Valur 3 – 2 Leiknir R.
1-0 Haukur Páll Sigurðsson(’41)
2-0 Haukur Páll Sigurðsson(’68)
3-0 Sigurður Egill Lárusson(’80)
3-1 Dagur Austmann Hilmarsson(’91)
3-2 Sævar Atli Magnússon(’92)

Þróttur sótti 3 stig í neðra Breiðholtið er þeir unnu 2-3 sigur gegn ÍR, Íringar komust snemma yfir en Bergvin Fannar Helgason var búinn að koma heimamönnum yfir á 8. mínútu, Sam Hewson jafnaði svo metin úr vítaspyrnu á 15. mínútu. Heimamenn komust aftur yfir en Axel Kári Vignisson kom ÍR yfir með marki á 45. mínútu.

Þróttarar sneru leiknum við í seinni hálfleik og var það Hreinn Ingi Örnólfsson sem jafnaði metin á 50. mínútu og innsiglaði svo Lárus Björnsson 2-3 sigur Þróttara.

ÍR 2 – 3 Þróttur R.
1-0 Bergvin Fannar Helgason (‘8)
1-1 Sam Hewson (’15)
2-1 Axel Kári Vignisson (’45)
2-2 Hreinn Ingi Örnólfsson (’50)
2-3 Lárus Björnsson (’86)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Aron ekki spenntur fyrir að taka þetta málefni fyrir – „Næsta spurning“

Aron ekki spenntur fyrir að taka þetta málefni fyrir – „Næsta spurning“
433Sport
Í gær

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn

Horfðu á Íþróttavikuna þar sem Aron Jó er gestur – Vonbrigðin í fyrra gerð upp og horft fram veginn
433Sport
Í gær

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins

KA kaupir Bjarka Fannar sem kemur næsta haust til félagsins