PSG tapaði óvænt fyrir Lorient í frönsku úrvalsdeildinni í dag en liðið hefði getað tryggt sér efsta sæti deildarinnar með sigri.
Lorient komust yfir á 36. mínútu eftir mark frá Laurent Abergel en Neymar jafnaði metinn úr víti á 45. mínútu og hann kom svo PSG yfir þegar að hann mætti aftur á punktinn á 57. mínútu.
Yoane Wissa jafnaði metin Lorient á 80. mínútu og var það svo Yoane Wissa sem tryggði 3-2 sigur Lorient á annarri mínútu uppbótatíma eftir hræðilegan varnarleik PSG en boltanum var sparkað fram og var hann þar sloppinn einn í gegn þar sem allt lið PSG var helming Lorient.