Leeds vann sterkan 1-3 sigur gegn Leicester á King Power vellinum í dag en leikurinn endaði rétt í þessu.
Með sigrinum hefði Leicester getað komið sér í annað sæti deildarinnar en það var eitt stykki Patrick Bamford sem gerði úti um drauma Leicester en leikmaðurinn átti þátt í öllum mörkum Leeds.
Leicester voru komnir yfir á 13. mínútu eftir mark frá Harvey Barnes en Stuart Dallas var ekki lengi að jafna metin því staðan var orðin 1-1 eftir 15. mínútna leik og var það fram að hálflleik.
Patrick Bamford var svo aftur á ferðinni eftir að hafa lagt upp fyrsta mark Leeds en nú var það hann sjálfur sem kom boltanum í netið með glæsilegu skoti til að koma Leeds yfir á 70. mínútu, en og aftur var það Bamford fyrir Leeds menn á 84. mínútu þegar að hann slapp einn í gegn en þá lagði hann boltann til hliðar fyrir Jack Harrison sem þurfti bara að pota honum í autt markið.
Með sigrinum heldur Leeds sínu sæti en koma hins vegar í veg fyrir að Leicester haldi þriðja sætinu því ef Liverpool vinnur sinn leik fara þeir upp í það þriðja á kostnað Leicester.